Sálmabók

219. Ljúkið upp, mig langar innar

1 Ljúkið upp, mig langar innar.
Leiðið mig í Drottins rann.
Gleðisöngva sálar minnar
syngja vil ég fyrir hann.
Drottins auglit að mér snýr,
eilíf huggun, ljómi nýr.

2 Oft að koma hingað heiti' eg.
Herra, komdu svo til mín.
Bústað þinn er bestan veit ég
blessar himnesk nálægð þín.
Hjartað gista máttu mitt,
musteri þar gerðu þitt.

3 Gefðu að ég lotning læri,
lífið helga kenndu mér.
Söngvamál og bæn sem bæri
beri' eg fram til dýrðar þér.
Helga mál og heyrn og sýn.
Hjarta mínu lyft til þín.

4 Gerðu mig að góðri jörðu,
geyma lát mig sáðkorn þitt.
Gef að fræ sem hrata' af hörðu
hjartað megi fóstra mitt.
Gef þau dafni, Drottinn minn,
dýran beri ávöxt þinn.

5 Veika sprota trúar treystu.
Tryggan mér í hjarta geym
vísi þann sem lifna leistu,
líttu eftir gróðri þeim.
Leiðarstjarna orð þitt er
ævilangt í hjarta mér.

6 Tala þú - ég heyri, Herra,
hlýða þínu orði vil.
Lát ei trúarþelið þverra
þinn við lífs- og náðarhyl.
Næri mig þinn bikar, brauð.
Bægðu frá mér allri nauð.

T Benjamin Schmolck 1734 – Jón Ragnarsson 1990 – Vb. 1991
Tut mir auf die schöne Pforte
L Joachim Neander 1680 – Darmstadt 1698 – PG 1861
Tut mir auf die schöne Pforte / Unser Herrscher, unser König
Eldra númer 533
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is