Sálmabók

246a. Nú gjaldi Guði þökk

1 Nú gjaldi Guði þökk
hans gjörvöll barnahjörðin,
um dýrð og hátign hans
ber himinn vott og jörðin.
Frá æsku vorri var
oss vernd og skjól hans náð
og allt vort bætti böl
hans blessað líknarráð.

2 Vor Guð sem gjörvallt á
oss gefi snauðum mönnum
í hjörtun æðstan auð
af andans gæðum sönnum.
Í náð og sátt við sig
oss seka taki hann
og leiði loks til sín
í ljóss og dýrðar rann.

3 Guð faðir, þökk sé þér
og þínum dýrsta syni
og æðstum anda skýrð
af engla' og manna kyni.
Þitt vald sem var og er
og verður alla tíð
sé heiðrað hátt um jörð
og himin ár og síð.

T Martin Rinckart um 1630, 1636 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
Nun danket alle Gott
L Martin Rinckart um 1630 – Crüger 1647 – JH 1885
Nun danket alle Gott
Sálmar með sama lagi 246b
Eldra númer 26
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is