Sálmabók

253. Þitt ríki stendur um alla eilífð

Þitt ríki stendur um alla eilífð
og konungdómur þinn um allar aldir.
Hallelúja, hallelúja.

1 Segið frá dýrð hans meðal þjóðanna,
frá dásemdarverkum hans meðal allra lýða.
Þitt ríki stendur …

2 Fallið fram fyrir Drottni
í helgum skrúða.
Þitt ríki stendur …

3 Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda
svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. Amen.
Þitt ríki stendur ...

T Sálm. 145.13, Sálm. 96.3 og Sálm. 29.2
Ditt rike står gjennom alle tider
L Egil Hovland 1968, 1988 – Vb. 1991
Ditt rike står gjennom alle tider
Eldra númer 602
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is