Sálmabók

258. Hjá þér er lífsins lindin

Hjá þér er lífsins lindin, í þínu ljósi sé ég ljós.

1 Drottinn, til himna nær miskunn þín, til skýjanna trúfesti þín.
Réttlæti þitt er sem hæstu fjöll, dómar þínir sem reginhaf.
Hjá þér er lífsins lindin ...

2 Mönnum og skepnum hjálpar þú, Drottinn.
Hversu dýrmæt er miskunn þín, ó, Guð,
mannanna börn leita hælis í skugga vængja þinna.
Þau seðjast af nægtum húss þíns og þú lætur þau drekka úr lækjum unaðssemda þinna.
Hjá þér er lífsins lindin ...

3 Dýrð sé Guði, föður og syni og heilögum anda
svo sem var í upphafi, er og verður um aldir alda. Amen.
Hjá þér er lífsins lindin ...

T Sálm. 36.6-9
Hos deg er livets kilde
L Trond H.F. Kverno 1974
Hos deg er livets kilde

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is