276. Guð, sem gefur lífið ♥
1 Guð, sem gefur lífið,
ég gleðst og tilbið nafn þitt,
öll máttarverk þín vitna’ um þig.
Drottinn, dýrð sé þér.
2 Kristur, þú sem kemur
og kallar mig til fylgdar,
af hjarta þér ég þjóna vil.
Drottinn, dýrð sé þér.
3 Andinn helgi, hreini,
sem hjálpar mér að trúa,
þú býrð í mér og blessar mig.
Drottinn, dýrð sé þér.
T Ólafur Jóhannsson 2001 – Vb. 2013
L Frá Argentínu – Vb. 2013
ARGENTINE SANTO
Eldra númer 830
Eldra númer útskýring T+L