Sálmabók

303. Að borði þínu fáum fært

1 Að borði þínu fáum fært
sem fórnargjöf, Guðs lambið kært,
það eitt sem þín er gjöfin gild,
vor gleði, raun og vonin mild.

2 Þig sjálfan, Kristur, Guð oss gaf
svo getum öll þar notið af
er þú oss skuldug skiptir við
og skilur eftir sálarfrið.

3 Lát engan þola einsemd, nauð,
þú eining vor og lífsins brauð.
Vér biðjum, Drottinn, dag og nótt:
Kom, Drottinn Jesús, kom þú skjótt.

T Anders Frostenson 1962, 1973 – Jón Ragnarsson 2009 – Vb. 2013
Vi till ditt altarbord bär fram
L Carl Nielsen 1915 – Sb. 1997
Ud går du nu på livets vej.
Eldra númer 888
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is