Sálmabók

304. Hér er vítt og hátt

1 Hér er vítt og hátt. Hér er Guðs borð,
í himinljóma angar döggvuð storð,
úr tómi' er hrópað, trúin veitir svar.
:,: Guð er hér og hefur búið borð. :,:

2 Hverfa skil og mærin eru máð
og metta tímann andi Guðs og náð
og allt sem var og verður er í dag.
:,: Guð er hér og hefur búið borð. :,:

3 Það englar varla vita eða sjá
hve víð og djúp Guðs miskunn reynast má
er sektarþjáðum manni frið hún fær.
:,: Guð er hér og hefur búið borð. :,:

4 Feng sinn, góss og gæði enginn ver
og greipar kvíðans missa tak sitt hér
því enginn beyg af öðrum hefur meir.
:,: Guð er hér og hefur búið borð. :,:

5 Návist, ljós og vín og brotið brauð
er boðið öllum, veitt af kærleiksauð,
í hversdagsmáltíð alnægð Drottins dýr.
:,: Guð er hér og hefur búið borð. :,:

T Robert J. Stamps 1971 – Anders Frostenson 1974 – Jón Ragnarsson 2009 – Vb. 2013
In Christ there is a table set for all / Gud är en av oss vid detta bord
L Robert J. Stamps 1971 – Vb. 2013
CENÉDIUS / In Christ There Is a Table Set for All
Sálmar með sama lagi 305
Eldra númer 890
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is