Sálmabók

334. Myndum hóp og höldum saman

Sekai no tomo to te o tsunagi

1 Myndum hóp og höldum saman
hér í von og trú.
Kristur, á þinn kross við horfum
kærleikans á brú.
Þessi heims og himins börnin
hrópa til þín nú:
Jesú, okkur vísa veg.
Vegurinn ert þú.

2 Mörgum tungum tölum saman
tvístruð yfir lönd.
Einn þú, Jesú, okkur tengir
eins og hönd við hönd,
heims í myrkri vekur vonir,
vakna sál og önd!
Sannleikurinn sjálfur, þú,
slítur dauðans bönd.

3 Gef á jörðu góðar tíðir,
gef í heimi frið.
Ljúk upp þínum leyndardómum
læst svo opnist hlið!
Hver má veita hrelldum sálum
hjálp og líkn og grið?
Jesú, læknir, ljúfur Guð,
líf þitt eigum við.

Sekai no tomo to te o tsunagi,
jujika no moto ni tatsu warera.
Kami no mikuni o meate to shi,
shu Iesu no michi o
Susumiyukan.

世界の友と手をつなぎ
十字架の下に立つ我ら
神のみ国を目当てとし
主イエスの道を
進み行かん

T Tokuo Yamaguchi 1958 – Kristján Valur Ingólfsson 2019
Sekai no tomo to te o tsunagi / Here, O Lord, Your Servants Gather
L Isao Koizumi 1958 / R Ný sálmasöngsbók
TŌKYŌ / Sekai no tomo to te o tsunagi
Tungumál annað en íslenska Japanska

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is