Sálmabók

350. Með fangið fullt af ást og trú

1 Með fangið fullt af ást og trú við erum
er okkar litla barn til skírnar berum,
þar í skírnarbaði blessun Drottinn gefur,
börn sín Kristur örmum vefur.

2 Við biðjum þig, ó, Kristur, kom í anda,
þinn kærleik gef þú leiðsögn okkar handa.
Þetta skírnarvatn úr lífsins lindum streymir,
líkn Guðs náðar barnið geymir.

3 Þú minnir okkur á hve miklu stærra
er mannlegt líf, það leitar áfram, hærra,
upp til þín, ó, Guð, sem nýjum heimi heitir,
hann er gjöf sem náð þín veitir.

4 Við skulum því til skírnar börnin bera,
í blessun Guðs er öllum sælt að vera,
líkt og vorregn elska Drottins drýpur niður,
dögg á enni, líf og friður.

T Christiane Gammeltoft-­Hansen 2013 – Kristján Valur Ingólfsson 2019
Med favnen fuld af kærlighed
L Mads Granum 2013
Med favnen fuld af kærlighed

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is