Sálmabók

351. Full af gleði yfir lífsins undri

1 Full af gleði yfir lífsins undri
með eitt lítið barn í vorum höndum
:,: komum vér til þín sem gafst oss lífið. :,:

2 Full af kvíða fyrir huldri framtíð
leggjum vér vort barn í þínar hendur.
:,: Blessun skírnar ein fær veitt oss styrkinn. :,:

3 Full af undrun erum vér þér nærri!
Þú sem geymir dýptir allra heima,
:,: vitjar hinna smáu - tekur mót oss. :,:

4 Fyrir þig, af föðurelsku þinni
fæðumst vér á ný til lífs í Kristi,
:,: til hins sanna lífs í trú og trausti. :,:

5 Og við takmörk tímans áfram lifa
fyrirheitin þín við skírnarfontinn,
:,: skírnarljósið skín þá lífið slokknar. :,:

6 Meiri auð en orð vor ná að inna
öðlumst vér í skírnargáfu þinni.
:,: Drottinn, lát oss fyllast trúargleði. :,:

T Svein Ellingsen 1971 – Sigurjón Guðjónsson – Vb. 1991
Fylt av glede over livets under
L Egil Hovland 1976 – Vb. 1991
Fylt av glede over livets under
Eldra númer 585
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is