Sálmabók

357. Ó, blíði Jesú, blessa þú

1 Ó, blíði Jesú, blessa þú
það barn er vér þér færum nú,
tak það í faðm og blítt það ber
með börnum Guðs á örmum þér.

2 Ef á því hér að auðnast líf
því undir þínum vængjum hlíf
og engla þinna láttu lið
það leiða' og gæta slysum við.

3 Ó, gef það vaxi' í visku' og náð
og verði þitt í lengd og bráð
og lifi svo í heimi hér
að himna fái dýrð með þér.

T Ólafur Guðmundsson – Sb. 1589 – Valdimar Briem – Sb. 1886
L Carl C.N. Balle 1850 – BÞ 1903
Det kimer nu til julefest
Eldra númer 252
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is