Sálmabók

358. Lát þennan dag

1 Lát þennan dag, vor Drottinn, nú
oss dýran ávöxt færa.
Ó, besti faðir, blessa þú
vorn barnahópinn kæra.
Nú frammi fyrir þér,
vor faðir, stöndum vér,
þín eldri' og yngri börn,
þín elska líknargjörn
vor hjörtu virðist hræra.

2 Og hversu langt sem lætur þú
þau lífsins strauma bera
lát helga skírn og hreina trú
þeim hjartans akker vera.
Ó, hversu sæll er sá
er segja' í trúnni má:
Minn Guð ei gleymir mér,
minn Guð mér faðir er,
mig hann mun hólpinn gera.

T Johan N. Brun 1786 – Valdimar Briem – Sb. 1886
Lad denne dag, o Gud, vor Gud
L Martin Luther, 1529 – Klug 1533 – Gr. 1594
Ein feste Burg ist unser Gott
Eldra númer 256
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is