Sálmabók

363. Guð, vor góði faðir

1 Guð, vor góði faðir,
geymdu börnin þín,
lát í hjarta lifa
ljósið sem þar skín.
Ávöxt orða þinna,
andans helga sáð,
vernda þú og veittu
vöxt af þinni náð.

2 Jesús, heimsins hirðir,
hefur sjálfur lagt
börnin þér að barmi,
blessað þau og sagt:
Skrúði minnar skírnar
skýli þinni sál,
helgi hjartans rætur,
hugsun, verk og mál.

3 Enn þú börnin blessar,
biður fyrir þeim,
þú sem átt og þekkir
þennan stóra heim.
Hugur vor og vilji
verða skammvinn hlíf,
elska þín er eilíft
athvarf, skjól og líf.

4 Sælt er þig að þekkja,
þína birtu sjá
yfir öllum vegum,
allt þér mega tjá,
allan ugg og kvíða,
óskir, þrá og von,
fá þinn frið að reyna,
fylgja þér, Guðs son.

T Sigurbjörn Einarsson 1988 – Vb. 1991
L Franz Schubert 1826 – Vb. 1991
Heilig, heilig, heilig
Eldra númer 588
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is