Sálmabók

366a. Hve gott og fagurt og indælt er

1 Hve gott og fagurt og indælt er
með ástvin kærum á samleið vera!
Þá gleði tvöfalda lánið lér
og léttbært verður hvern harm að bera.
Já, það er kætir :,: oss best og bætir :,:
hvert böl sem mætir
:,: er einlæg ást. :,:

2 Hve gott að treysta þeim ástvin er
sem engu barnanna sinna gleymir.
Hann man oss einnig er eldumst vér
því ávallt lindin hans kærleiks streymir.
Já, það er kætir :,: oss best og bætir :,:
hvert böl sem mætir
:,: er trúin traust. :,:

T Nikolaj F.S. Grundtvig 1855 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
Det er så yndigt at følges ad for to
L Christoph E.F. Weyse 1833 – JH 1885
Det er så yndigt at følges ad for to
Sálmar með sama lagi 366b
Eldra númer 717
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is