375. Hin langa þraut er liðin ♥
1 Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
2 Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja
en það er Guðs að vilja
og gott er allt sem Guði' er frá.
3 Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur tefja
í dauðans dimmum val.
Úr inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal.
T Valdimar Briem – Sb. 1886
L Heinrich Isaac um 1495 – Nürnberg 1539 – PG 1861
Innsbruck, ich muss dich lassen / Nun ruhen alle Wälder