Sálmabók

377. Þung er mín sorg og sár

1 Þung er mín sorg og sár,
svartnætti eitt.
Titra á vanga tár,
tilveran breytt.
Geymi þig Guð minn nú,
gefi mér styrk og trú,
gefi mér trú.

2 Styðji Guðs sonur mig
sorginni frá.
Faðmar þig faðirinn,
friður á brá.
Geymi þig Guð ...

3 Ljúfur er lausnarinn,
leiðir hann mig.
Hrópaðu’ á Herra þinn,
hann skilur þig.
Geymi þig Guð ...

4 Sannan þú finnur frið
föðurnum hjá.
Himnanna opnast hlið,
hvíld muntu fá.
Geymi þig Guð …

T Hjördís Björg Kristinsdóttir 2005
L Jónas Þórir Þórisson 2020

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is