Sálmabók

398. Guðs föður dýrðar dásöm mynd

1 Guðs föður dýrðar dásöm mynd,
dagsins eilífa heilög lind,
alheimsins ljós og líf og von,
lof sé þér, Guðs og mannsins son.

2 Sól þinnar náðar helg og hlý
heilsar oss alla morgna ný.
Hjartað vakni og heilsi þér,
hylli þitt sanna ljós sem ber.

3 Renni oss upp þín sannleikssól,
sigri hún það sem myrkrið ól,
lát guðdómsanda geislann þinn
greiða þér veg í hjörtun inn.

4 Morgunn af þinni miskunn skín,
myrkrin öll sigrar gæskan þín,
lúti vor sála sigri þeim,
sjái og boði ljóssins heim.

5 Þú ert vor dagur, vernd og vörn,
varðveit í trúnni öll þín börn.
Veit oss að bera vitni þér,
vera þér trú á jörðu hér.

6 Dagurinn fagur fari' um heim,
finni vor sál þinn tæra hreim
í gegnum alla hljóma hans
með helgri þökk til skaparans.

7 Lind allrar náðar, lífsins brauð,
líknin í hverri þraut og nauð,
alvaldi Drottinn, einum þér
eilíf vegsemd og lotning ber.

T Aurelius Ambrosius? – Sb. 1589 – Sigurbjörn Einarsson, 2008 – Vb. 2013
Splendor Paternae gloriae
L Einsiedeln 12. öld – Antiphonale Romanum – Sb. 1997
Iam lucis orto sidere
Eldra númer 929
Eldra númer útskýring T

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is