Sálmabók

405. Segðu hvern morgun svo við mig

1 Segðu hvern morgun svo við mig,
sæti Jesú, þess beiði' eg þig:
Í dag þitt hold í heimi er,
hjartað skal vera þó hjá mér.

2 Í dag, hvern morgun eg svo bið,
aldrei lát mig þig skiljast við,
sálin, hugur og hjartað mitt
hugsi og stundi' á ríkið þitt.

3 Eins þá kemur mín andlátstíð
orðin lát mig þau heyra blíð:
Í dag, seg þú, skal sálin þín
sannlega koma' í dýrð til mín.

T Hallgrímur Pétursson Ps. 40
L Einsiedeln 12. öld – Antiphonale Romanum – Sb. 1997
Iam lucis orto sidere
Tilvísun í annað lag 48
Eldra númer 449
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is