411. Svo vítt um lönd ♥
1 Svo vítt um lönd sem ljómar sól
og lýsir yfir mannaból
er sungin lofgjörð syni þeim
er sæl María bar í heim.
2 Sem vakni blóm af vorsins yl
eins varð af helgum anda til
með henni líf sem helga má
allt hold sem fæðist jörðu á.
3 Því hann sem ræður himni´ og storð,
Guðs heilög mynd og kærleiksorð,
varð barnið hennar, bróðir manns,
svo bætt hann gæti meinin hans.
4 Og hann sem á hvert foldarfræ
og fæðir allt um lönd og sæ
sem barn á móðurbrjósti er
og brosir, grætur, eins og vér.
5 Þau birta englar boðin há
og barnið hirðar fá að sjá
í jötu þann er hnattaher
sem hirðir leiðir út með sér.
6 Hann lofar öll hans leysta hjörð,
hann lofa stjörnur, sól og jörð.
Guðs heilög þrenning himnum á,
þig heiðri allt sem skynja má.
T Coelius Sedulius 5. öld – Martin Luther 1524 – Sb. 1589 – Sigurbjörn Einarsson, 2008
A solus ortis cardine / Christum wir sollen loben schon
L Olle Widestrand 1981
Ett litet barn av Davids hus
Sálmar með sama lagi
75