Sálmabók

422. Nú dagur þver og nálgast nótt

1 Nú dagur þver og nálgast nótt
til náða sem að kveður drótt,
ó, faðir ljóss og alls sem er,
gef öllum frið og hvíld í þér.

2 Ó, Guð, sem skjaldarskuggi þinn
oss skýli myrkrið nú um sinn,
gef þessi nótt oss verði vær,
eins vorum bræðrum nær og fjær.

3 Með föðurhendi byrg oss brár
og blítt við næsta morgunsár
með endurhresstan þrótt og þrek
sem þín og ljóssins börn oss vek.

T Steingrímur Thorsteinsson – Sb. 1886
L Thomas Tallis 1561 – Sb. 1997
TALLIS' CANON
Sálmar með sama lagi 438
Eldra númer 470
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is