423. Endar nú dagur ♥
1 Endar nú dagur en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi
að þú hefur mér, Herra kær,
hjálp veitt á þessum degi.
2 Verkin mín öll og vinnulag
velþóknan hjá þér finni
en vonskan sú sem vann ég í dag
veri gleymd miskunn þinni.
3 Þó augun sofni aftur hér
í þér mín sálin vaki.
Guðs son, Jesú, haf gát á mér,
geym mín svo ekkert saki.
4 Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
T Sigurður Jónsson í Presthólum – Sb. 1772
L Hörður Áskelsson 1999
Endar nú dagur
Eldra númer 465
Eldra númer útskýring T+L