Sálmabók

442. Láttu nú ljósið þitt

1 Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt,
hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesú mæti.

2 Eins láttu ljósið þitt
lýsa í hjarta mitt,
skína í sál og sinni,
sjálfur vaktu þar inni.

3 Lát húmið milt og hljótt
hlúa að mér í nótt
og mig að nýju minna
á mildi arma þinna.

4 Eg fel minn allan hag
einum þér nótt sem dag,
ljósið af ljósi þínu
lifi í hjarta mínu.

T Höf. ók. v. 1 – Vb. 1933 – Sigurbjörn Einarsson 2003 v. 2–4 – Vb. 2013
L Kirstín Erna Blöndal 2003 – Vb. 2013
Eldra númer 943
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is