Sálmabók

445. Þegar ég sé hve sól þín skín

1 Þegar ég sé hve sól þín skín,
sannlega, Guð, ég minnist þín
og þegar húmið hjúpar mig
hljóðna ég vil og finna þig.

2 Geislar og skuggar skiptast á,
skammt er til kvöldsins morgni frá,
vald þinnar gæsku eilíft er,
aldrei það dvín né breytir sér.

3 Yfir oss sé þín holla hönd,
helga og blessa líf og önd.
Faðir, son, andi, eilíf þér,
einn Guð og þrennur, dýrðin ber.

T Aurelius Ambrosius 4. öld – Sb. 1589 – Sigurbjörn Einarsson 1998 – Vb. 2013
Rerum Deus
L Kempten um 1000 – Weisse 1531 – Sb. 1589
Conditor alme siderum / Gott, heilger Schöpfer aller Stern
Sálmar með sama lagi 14
Eldra númer 936
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is