Sálmabók

447. Upp, skapað allt í heimi hér

1 Upp, skapað allt í heimi hér,
að heiðra Guð, vorn Drottin,
hið minnsta verk hans mikið er,
um mátt hans allt ber vottinn.

2 Þótt kóngar fylgdust allir að
með auð og veldi háu,
þeir megnuðu' ei hið minnsta blað
að mynda' á blómi smáu.

3 Hvað get ég sagt? Ó, málið mitt
ei megnar, Guð, að lýsa
hve margt er ástarundur þitt,
hve öflug stjórnin vísa.

4 Ó, miklið Guð, þér menn á jörð,
á málum óteljandi,
ó, mikla Guð, þú hólpin hjörð,
á himna dýrðarlandi.

T Hans A. Brorson 1734 ̶ Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
Op al den ting som Guð har gjort
L Prag 1595 – Praetorius 1610 – Laub 1888 – Vb. 1991
Mein erst Gefühl sei Preis und Dank
Eldra númer 34
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Lúk.12.22–28

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is