Sálmabók

450. Þú ert Guð sem gefur lífið

1 Þú ert Guð sem gefur lífið,
góða jörð og nótt og dag.
Þér til dýrðar syngjum saman
sólarljóð og þakkarbrag.

2 Undir blessun þinni búa
blóm og dýr og allt sem er.
Lífsins undur okkur gleðja,
yndisleg úr hendi þér.

3 Guð, sem færir fólki jarðar
frelsi, gleði, brauð og hlíf,
þakklát börn þín syngja saman
sólarljóð um eilíft líf.

T Svissnesk þjóðvísa ̶ Schmid 1987 ̶ Jón Ragnarsson 1995 – Sb. 1997
Liebe Gott, mer wänn dir danke
L Svissneskt þjóðlag ̶ Schmid 1987 ̶ Sb. 1997
Liebe Gott, mer wänn dir danke
Eldra númer 704
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is