Sálmabók

452. Þín miskunn, ó, Guð

1 Þín miskunn, ó, Guð, er sem himinninn há
og hjarta þíns trúfestin blíða,
þinn heilagan vísdóm má hvarvetna sjá
um heims alla byggðina fríða.

2 Sem rammbyggðu fjöllin þín réttvísin er,
sem reginhaf dómur þinn hreini.
Vor Guð, allra þarfir þú glögglega sér
og gleymir ei aumingjans kveini.

3 Já, dásöm er náð þín og dag sérhvern ný,
ó, Drottinn, í skaut þitt vér flýjum.
Vér hræðast ei þurfum í hælinu því
er hörmunga dimmir af skýjum.

4 Ef sálirnar þyrstir, þú svölun þeim lér,
þær saðning fá hungraðar frá þér.
Vor Guð, þínu' í ljósinu ljós sjáum vér
og lífsins er uppspretta hjá þér.

T Bernhard S. Ingemann 1845 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
Til himlene rækker din miskundhed
L Johan P.E. Hartmann 1852 – JH 1885
Til himlene rækker din miskundhed
Sálmar með sama lagi 154 455
Eldra númer 23
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Sálm. 36

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is