Sálmabók

453. Festingin víða, hrein og há

1 Festingin víða, hrein og há
og himinbjörtu skýin blá
og logandi hvelfing ljósum skírð,
þið lofið skaparans miklu dýrð.
Og þrautgóða sól er dag frá degi
Drottins talar um máttarvegi,
ávallt birtir þú öll um lönd
almættisverk úr styrkri hönd.

2 Og þótt um helga þagnarleið
þreyti vor jörð hið dimma skeið
og enga rödd og ekkert hljóð
uppheimaljósin sendi þjóð,
skynsemi vorrar eyrum undir
allar hljómar um næturstundir
lofsöngur þeirra, ljóminn hreinn:
Lifandi Drottinn skóp oss einn.

T Joseph Addison 1712 – Jónas Hallgrímsson um 1840 – Vb. 1933
The Spacious Firmament on High
L Atli Heimir Sveinsson 1986 – Sb. 1997
Eldra númer 28
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is