Sálmabók

456. Eilíf, dýrðleg, æðsta vera

1 Eilíf, dýrðleg, æðsta vera,
alvöld, heilög, rík af náð,
þakkarfórn skal þér fram bera,
þér, ó, Guð, sé lofgjörð tjáð.
Mikill, góður einn þú ert,
öll þín verk það segja bert.
Þú einn ræður öllu yfir,
allt þú blessar sem að lifir.

2 Þó mín dauðleg augu eigi
auglit þitt nú sjái hér
né þann ljómann líta megi,
ljóssins Guð, er skín hjá þér,
hjarta mitt samt þekkir þig,
þig er veikan styrkir mig
og sem faðir elskar, gleður,
öllum náðargæðum seður.

3 Frá þér ljós og lífið streymir,
líkn og blessun hvert eitt sinn.
Mig þín föðurforsjón geymir,
frelsar, annast, Drottinn minn.
Þú mér vísar lífsins leið,
léttir kross og heftir neyð,
veitir mátt og megn að stríða
mitt í freisting, hryggð og kvíða.

4 Gæsku þinnar geislar skína
gjörvallt yfir ríki þitt,
allt mér vottar elsku þína,
í þér fagnar hjarta mitt.
Allt sem lifir í þér gleðst
og af þinni mildi seðst,
allt sem lifir lof þér segi,
lof þitt, faðir, aldrei þegi.

T Páll Jónsson – Vb. 1861
L Henrik Rung 1847 ̶ Ssb. 1936
Tag det sorte kors fra graven
Eldra númer 36
Eldra númer útskýring T

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is