Sálmabók

461. Allir mínir ævidagar

1 Allir mínir ævidagar
eru náðargjöf frá þér,
allt sem mínum heillum hagar
hlotnast, Drottinn, léstu mér.
Allar skepnur ást þín nærir,
öllu hönd þín blessun færir.
Faðir himna, forsjón þín
fjær og nær um alheim skín.

2 Eins og verk þín elsku sýna,
augað hvar sem líta má,
allt ber vott um visku þína,
veröld öll þar skýrir frá.
Eitt ef særir, annað græðir,
eitt oss tyftar, hitt oss fræðir.
Allt til heilla horfir oss,
hagsæld, gleði, böl og kross.

3 Ef ég verndar eigi nyti
ár og síð, minn Guð, hjá þér,
sérhvert spor í heimi hlyti
háskalegt að verða mér.
En ég þarf því ei að kvíða,
aldrei bregst þín náðin blíða.
Guð, mitt líf þín ástgjöf er,
allt mitt líf sé helgað þér.

T Sigurður Jónsson í Presthólum – Sb. 1671 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
L Wolfgang Wessnitzer 1661 – Sb. 1871
Jesu, meines Lebens Leben
Sálmar með sama lagi 155 238 575
Eldra númer 185
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is