462. Þitt orð hefur skapað ♥
1 Þitt orð hefur skapað það allt sem er fætt
í aldanna grunnlausa hyl.
Allt líf, Guð, vor faðir, er þegið af þér
sem þekkir hvert fræ sem er til.
2 Þú vilt að vér elskum og virðum það líf
sem vekur þín gjöfula hönd
en vér höfum sært það og svívirt og lýtt
og saurgað öll höf þín og lönd.
3 Nú stöndum vér trúlaus á tæpustu nöf
í töfrum vors synduga valds,
ó, varna oss frekar að vinna það tjón
sem verður ei metið til gjalds.
4 Lát regnbogann blíða enn boða þinn frið
og bæt þú vor ráðlausu spjöll
á jörðinni fögru svo fæðist á ný
til fagnaðar náttúran öll.
5 Já, lát oss í náð fá að líta þitt tákn
og leið oss í hlýðni og trú
og kenn oss að meta og elska það allt
í auðmýkt sem skapaðir þú.
T Svein Ellingsen 1977 – Sigurbjörn Einarsson – Sb. 1997
Alt liv er kalt frem på ditt skapande bud
L Ove K. Sundberg 1978 – Sb. 1997
Alt liv er kalt frem på ditt skapande bud
Eldra númer 705
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun 1. Mós. 1 og 1. Mós. 9.12–17