Sálmabók

478. Í dagsins dýrðarmynd

Bæn um frið

1 Í dagsins dýrðarmynd
er dimmblá fjallalind,
minn hugur leitar í hæðir til þín
í dagsins dýrðarmynd.

2 Er sumarsólin skín
og sýnir verkin þín
þá þakkar allt sem andar og grær
er sumarsólin skín.

3 Ég lofa land og haf,
það líf sem Guð mér gaf,
í vorsins yl og vetrarins byl
ég lofa land og haf.

4 Sem barn með bæn í sál
ég bind þá ósk í mál
að allur heimur finni þinn frið
sem barn með bæn í sál.

5 Þín gleðin hlý og góð
mér gefi falleg ljóð
sem vitni öll um einlæga trú,
þín gleðin hlý og góð.

T Eygló Eyjólfsdóttir 1999 – Vb. 2013
L Gifford J. Mitchell, 1971– Vb. 2013
MOUNT / We Praise You for the Sun
Eldra númer 852
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is