Sálmabók

479. Ég landinu þakka

1 Ég landinu þakka allt líf sem það ól,
ég lék mér að fíflum og smárum á hól.
Og draumana alla sem dreymdi mig þá
í döggvuðum bjarma ég horfi nú á.

2 Og fjöllunum þakka ég friðsemd og ró
með fossum sem niða og lækjum í mó
og tunglinu litla sem ljómar svo bjart
og lýsir upp skammdegið hrollkalt og svart.

3 Ég þakka þér, Guð, sem að gafst þetta allt,
jafnt grósku og birtu og úthafið svalt
og kærleika' og von þó að veröld sé hörð,
að veginn þú lýsir til friðar á jörð.

T Iðunn Steinsdóttir 2012
L Enskt þjóðlag
STOWEY / Praise God for the Harvest

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is