Sálmabók

509a. Kristur hinn sterki

1 Kristur hinn sterki, kóngur allra lýða,
krossins und merki veit oss náð að stríða.
Kom þú til hjálpar, Herra kær, vér biðjum,
hríf oss úr viðjum.

2 Börnin þín veiku vernda þú og leiddu,
vertu vort hæli, dauðans mætti eyddu,
hrind þú af stóli heimsku, drambi' og villu,
hjálpa' oss frá illu.

3 Friður í kirkju' og frelsi guðlegt ríki,
friður í landi, heift og sundrung víki,
friður í hjarta færi sumargróður,
faðir vor góður!

T Matthäus A. von Löwenstern 1644 – Friðrik Friðriksson, 1906 – Sb. 1972
Mægtigste Kriste / Christe, du Beystand deiner Creutz-Gemeine
L Johann Crüger 1653 – Ssb. 1936
Lobet den Herren alle, die ihn ehren
Eldra númer 336
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is