Sálmabók

534. Ástarfaðir himinhæða

1 Ástarfaðir himinhæða,
heyr þú barna þinna kvak,
enn í dag og alla daga
í þinn náðarfaðm mig tak.

2 Náð þín sólin er mér eina,
orð þín döggin himni frá
er mig hressir, elur, nærir
eins og foldarblómin smá.

3 Einn þú hefur allt í höndum,
öll þér kunn er þörfin mín,
ó, svo veit í alnægð þinni
einnig mér af ljósi þín.

4 Anda þinn lát æ mér stjórna,
auðsveipan gjör huga minn
og á þinnar elsku vegum
inn mig leið í himin þinn.

T Agnes Franz, 1876 – Steingrímur Thorsteinsson, 1917 – Vb. 1933
Lieber Vater, hoch im Himmel
L Johann F. Reichardt 1790 – JH 1906
Immer muß ich wieder lesen
Eldra númer 504
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is