1 Eitt ljós, eitt ljós við kveikjum og lýsum þessa jörð
til styrktar því sem lifir og stöndum um það vörð.
Ef myrkrinu við höfnum vor framtíð festir rót.
Þeim degi sem nú rennur með reisn við göngum mót.
2 Tvö ljós, tvö ljós við kveikjum í kærleika og trú
til þeirra' er brjóta múra og byggja nýja brú.
Er fanginn öðlast frelsi og flóttamaður ból
skín ljós á þrútna hvarma og þá sem veita skjól.
3 Þrjú ljós, þrjú ljós við tendrum og lýsum öllum þeim
sem réttlætinu vinna hér vítt og breitt um heim.
Ó, missið ekki kjarkinn, við erum sama sveit
og ljósin okkar björtu þau lýsa' upp öll vor heit.
4 Nú ljósin okkar tindra og lýsa nær og fjær
og ljóminn upp til himins sig fetar undurskær.
Þar brosir Jesús Kristur sem blessar hverja rós,
við biðjum og við þökkum hans kærleika og ljós.