1 Margur einn með sjálfum sér,
sálarfleinn því veldur,
eins og steinn sitt ólán ber.
Ekki neinn þess geldur.
Nístir kvöl í næmri sál.
Næturdvöl er hjartabál.
Leikinn grátt sinn harmleik heyr.
Hlær ei dátt með neinum.
Særður þrátt um síðir deyr.
Segir fátt af einum.
2 Horfandi til himins þá
heitt hann alvald biður:
Líkn frá þrautum lát mig fá,
líttu til mín niður.
Fyrirgef mér, faðir minn,
fagran opna himin þinn.
Trúin færir frið til manns,
fegurð nærir hjarta.
Ljósið kæra lausnarans
ljómar, skæra, bjarta.
3 Þegar raunir þjaka mig,
þróttur andans dvínar.
Þegar á ég aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi Drottinn, lýstu mér
svo lífsins veg ég finni.
Láttu ætíð ljós frá þér
ljóma' í sálu minni.