Sálmabók

563. Vort líf er lán frá þér

1 Vort líf er lán frá þér,
vér lofum, Guð, þitt nafn,
þú tilbjóst bæði lög og láð
og ljóssins hnattasafn.

2 Vort líf er lán frá þér,
þú ljóssins faðir hár,
hver geisli’ á braut, hver ganga’ í þraut,
hver gleði og sorgartár.

3 Vort líf er lán frá þér,
ó, leið oss hverja stund
og ljá oss kraft að vinna vel
og vaxta gefið pund.

4 Vort líf er lán frá þér,
þín líkn vort eina hrós.
Hve skömm er leið í skuggans heim
ef skín oss ei þitt ljós.

5 Vort líf er lán frá þér,
það líður harla skjótt,
og lát oss eygja ljósið þitt
er lýkur dauðans nótt.

T Sigurjón Guðjónsson – Sb. 1972
L William H. Monk 1861 – Vb. 1976
ST. ETHELWALD
Sálmar með sama lagi 568
Eldra númer 344
Eldra númer útskýring T

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is