Sálmabók

564. Ó, veit mér, Guð, að vaka og biðja

1 Ó, veit mér, Guð, að vaka' og biðja
og vera trúr í minni stétt
og sérhvern dag mitt dagsverk iðja
til dýrðar þér sem Guðs barn rétt.
Lát gleymast ei um ævi mér
að umboðsmaður þinn ég er.

2 Lát mig það hæstan heiður virða
að helga þér æ vilja minn,
lát mig um dóma heims ei hirða
er hæðir lög og vilja þinn.
Lát dóm þinn vægan verða mér
úr veröld þá er burt ég fer.

T Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
L Georg Neumark, 1657 – PG 1861
Wer nur den lieben Gott lässt walten
Sálmar með sama lagi 183 185 458 548 88
Eldra númer 355
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is