Sálmabók

578. Heilagi andi, hjálp mín og trú

1 Heilagi andi, hjálp mín trú,
hjarta mitt snert og opna þú,
tendra þar ljós sem lýsi mér
lífsins brautina heim með þér.

2 Þríeini Guð í hæstri hæð,
hjá mér þú ert í minni smæð,
vermdu og blessa brjóstið mitt,
berðu í hús mitt ljósið þitt.

3 Hugur og tunga, allt sem er,
eilífa lofgjörð færi þér,
verk mín og dagfar vitni' um þig,
vegsami þig sem elskar mig.

T Sigurbjörn Einarsson, 2008 – Vb. 2013
L Michael Bojesen 2005 – Vb. 2013
Världen har rämnat. Själen är stum
Eldra númer 862
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is