Sálmabók

598. Áfram, Kristsmenn, krossmenn

1 Áfram, Kristsmenn, krossmenn,
kóngsmenn erum vér.
Fram í stríðið stefnið,
sterki æskuher.
Kristur er hinn krýndi
kóngur vor á leið.
Sjáið fagra fánann
frelsis blakta' á meið.
Áfram, Kristsmenn, krossmenn,
kóngsmenn erum vér.
Fram í stríðið stefnið,
sterki æskuher.

2 Gjörvöll Kristí kirkja
kveður oss með sér,
fjendur ótal eru,
ei þó hræðast ber.
Konungsstólar steypast,
stendur kirkjan föst,
bifast ei á bjargi
byggð þótt dynji röst.
Áfram, Kristsmenn ...

3 Komið, allar álfur,
allra þjóða menn.
Veitið oss að vígi,
vinna munum senn.
Allar englatungur
undir taki' í söng:
Dýrð og lof sé Drottni,
dýrð í sæld og þröng.
Áfram, Kristsmenn ...

T Sabine Baring-Gould um 1870 – Friðrik Friðriksson, 1917 – Sb. 1945
Onward! Christian soldiers
L Arthur S. Sullivan 1872 – Vb. 1946
ST. GERTRUDE / Onward! Christian soldiers
Sálmar með sama lagi 703
Eldra númer 515
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is