Sálmabók

6. Hans leið skal lögð með klæðum

1 Hans leið skal lögð með klæðum
og lyftast dalur hver
því Guð úr himinhæðum
í honum kominn er
sem frelsun mönnum færir
og friðarvonir nærir.
Hann sinna vitja vill.
Þú veröld, konung hyll!

2 Vér höndum vorum veifum,
við veginn stígum dans
og grænum greinum dreifum
á götu frelsarans.
Og hróp vort „Hósíanna!“
er heilsan breyskra manna
sem böl og harmar hrjá
til hans sem lausnir á.

3 Kom, kom með blessun bjarta
og bægðu myrkri frá!
Inn, inn um hlið míns hjarta
skal himnesk birta ná!
Upp, upp, nú lofgjörð ómi
með allra þjóða rómi
er saman syngjum vér:
„Guðs sonur, dýrð sé þér!“

T Frans M. Franzén 1812 – Svavar A. Jónsson 2005 – Vb. 2013
Bereden väg för Herran
L Sænsk laggerð af þýsku þjóðlagi, 1693 – Vb. 2013
Bereden väg för Herran
Eldra númer 801
Eldra númer útskýring T+L
Biblíutilvísun Matt. 21.8–9

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is