Sálmabók

604. Vér biðjum þig, ó, Kristur kær

Vér biðjum þig, ó, Kristur kær,
lát kenning þína fjær og nær
um heiminn blessun breiða,
gegn táli syndar veit oss vörn
að verðum Guðs hin réttu börn,
þinn anda lát oss leiða.
Við hjarta þitt oss haltu fast
og hjörtu vor lát gagntakast
af ástaranda heitum,
sem ljóssins börn að lifum vér
og loksins hljótum vist hjá þér
með helgum himnasveitum.

T Johannes Zwick 1540 – Sb. 1589 – Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
Jetzund so bitten wir dich Herr ( síðasta vers úr Herr Gott, dein Treu mit Gnaden leist)
L Matthäus Greiter 1525 – Sb. 1589
Es sind doch selig alle, die / O Mensch, bewein dein Sünde Groß
Eldra númer 303
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is