Sálmabók

608. Þú heimsins ljós

1 Þú heimsins ljós, Guðs ljómi skær,
ó, lýs þú, Kristur, fjær og nær,
leið alla týnda til þín heim
og tak í náð á móti þeim.

2 Lát alla sem ei þekkja þig
og þá sem villast átta sig,
frá birtu þinni bjarma fá
og blessun finna, marki ná.

3 Vek, hirðir góði, hverja sál
sem hyllir blekking, lokkar tál
og hverja sjúka, sára önd
þín sefi mjúka læknishönd.

4 Lát eyrun daufu opnast þér,
ljúk upp þeim hug sem byrgður er
svo hjartað finni frelsi sitt
og friðinn eina, ríki þitt.

5 Gef blindum augum bót og sýn
að birtist öllum náðin þín,
ger alla menn að einni hjörð
í einni trú á nýrri jörð.

6 Svo verði allir eitt í þér
sem allra synd og raunir ber
eins hér á jörð sem himnum á,
þú hjartans sanna von og þrá.

T Johann Heermann 1630 – Sigurbjörn Einarsson, 1996 – Sb. 1997
O Jesu Christe, wahres Licht / O Krist, du sanne lys og vei
L Nürnberg 1676 – PG 1878
O Jesu Christe, wahres Licht
Eldra númer 729
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is