Sálmabók

611. Þér lof vil ég ljóða

1 Þér lof vil ég ljóða,
þú, lausnarinn þjóða
er gafst allt hið góða
af gæsku og náð.
Þá miskunn og mildi
ég miklaði' ei sem skyldi
þótt vegsama' æ ég vildi
þá visku og dáð.

2 Er líkn þína lít ég
þá lofa þig hlýt ég
því náðar æ nýt ég
sem ný er hvern dag.
Nú heyri ég hljóma
þá helgu leyndardóma
sem englaraddir óma
við eilífðarlag:

3 „Sjá, lof allra lýða
og landa og tíða
þér ber, lamb Guðs blíða,
frá blóðdrifnum stig.
Frá djöfli og dauða,
frá dómi syndanauða
þú leystir lýði snauða,
því lofum vér þig.“

T Hollenskur höf. ók. – Theodore Baker um 1900 – Bjarni Eyjólfsson, 1959 – Vb. 1991
We gather together
L Hollenskt lag – Valerius 1626 – Vb. 1991
Wilt heden nu treden voor God, den Heere / KREMSER
Eldra númer 535
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is