1 Löngum þegar að mér sækir sorg og fár,
sólin hverfur, himinninn er kólgugrár.
Innst í mínu hjarta
býr þó vonin bjarta,
blessun Guðs mun einlægt sefa harm og þerra tár.
2 Stundum þegar allt svo gott og gjöfult er
glaða söngva raula ég og skemmti mér.
Innst í vitund minni
er þá sem ég finni
yl og birtu' er streymir til mín, góði Guð, frá þér.
3 Einatt munu ljós og skuggar skiptast á,
skærir geislar sólar flökta til og frá.
Allt þó brotni niður
blessun Guðs mig styður.
Brátt skín sól og aftur verður lífið bjart að sjá.
T Iðunn Steinsdóttir 2011 – Vb. 2013
L Hreiðar Ingi Þorsteinsson 2011 – Vb. 2013
Eldra númer 911
Eldra númer útskýring T+L