Sálmabók

643a. Nú stendur yfir mín náðartíð

1 Nú stendur yfir mín náðartíð,
nauðsyn er þess ég gætti.
Líður mig Drottins biðlund blíð
brot mín svo kvittast mætti.

2 Ef ég þá tíð sem Guð mér gaf
gálaus forsóma næði,
Drottins tími þá tekur af
tvímælin öll í bræði.

3 Guðs vegna að þér gá, mín sál,
glæpum ei lengur safna,
gjörum iðrun því meir en mál
mun vera synd að hafna.

4 Í dag við skulum skipta' um skjótt,
skal synd á flótta rekin,
hver veit nema sé nú í nótt
náðin í burtu tekin.

T Hallgrímur Pétursson Ps. 8
L Zwick 1540 – Sb. 1589
Der von dem Geist gefreiter war / Sá frjáls við lögmál fæddur er
Eldra númer 310
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is