654. Ef hugsun mín og hjartalag ♥
1 Ef hugsun mín og hjartalag
er hjá þér, Jesú minn,
þá hverja nótt og nýtan dag
ég nálægð þína finn.
2 Það heilög náðarhátíð sé
og helsta blessun mín
er koss þinn í sín kærleiksvé
mig kallar heim til sín.
3 Og undir þínum verndarvæng
er vitjar dauðans stríð
ég brosað get á banasæng,
mín bíður sælli tíð.
4 Þá syndabyrði borin er
og burtu tár og sorg
þú flytur mig í faðmi þér
að friðarlandsins borg.
T Biørn C. Lund 1764, 1778 – Nikolaj F.S. Grundtvig 1846 – Böðvar Guðmundsson 2005
Min Jesus, lad mit hjerte få
L Carl Nielsen 1914
Min Jesus, lad mit hjerte få