Sálmabók

68. Eitt á enda ár vors lífs er runnið

1 Eitt á enda ár vors lífs er runnið,
enn oss sendast Guðs af náðarbrunni
líkn, hjálpræði, lífsins gæði,
lán og næði –
hvarf það hræða kunni.

2 Hjartað dansi, honum lofgjörð inni,
hátt til ansi tunga, mannvit, sinni,
hver með gáti göfgi kátur,
Guðs náð játi,
líða' ei láti' úr minni.

3 Honum sálin hlýðni sverji vísa,
hans vort málið æ skal gæsku prísa,
vort þakklæti veri' hans mæta
vilja' að gæta,
ást svo ætíð lýsa.

4 Honum felum hagsæld árs komanda,
hann sér vel um oss. Hvað mun þá granda?
Oss hann seka ei út rekur,
allan speki
hans burt hrekur vanda.

5 Alvöld mildin, öllu þú sem ræður,
enn góðvildar seð oss þinnar gæðum,
auðga dyggðum, hamla hryggðum,
hrind burt styggðum,
bú oss byggð í hæðum.

T Þorvaldur Böðvarsson – Sb. 1801
L Norskt þjóðlag – Weyse 1840 – PG 1861
Herra, þér skal heiður og lotning bera
Sálmar með sama lagi 236
Eldra númer 97
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is