Sálmabók

681. María, Drottins móðir kær

Annað orð Kristí á krossinum

1 María, Drottins móðir kær,
merkir Guðs kristni sanna,
undir krossinum oftast nær
angur og sorg má kanna.
Til hennar lítur þar Herrann hýrt,
huggunarorðið sendir dýrt
og forsjón frómra manna.

2 Ég lít beint á þig, Jesú minn,
jafnan þá hryggðin særir.
Í mínum krossi krossinn þinn
kröftuglega mig nærir.
Sérhvert einasta sárið þitt
sannlega græðir hjartað mitt
og nýjan fögnuð færir.

3 Þá ég andvarpa, óska’ og bið,
augunum trúar minnar
lít ég hvert einasta orðið við
upp til krosspínu þinnar.
Strax sýna mér þín signuð sár
syndugum manni opinn stár
brunnur blessunarinnar.

T Hallgrímur Pétursson Ps. 37
L Kirstín Erna Blöndal 2008

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is