Sálmabók

698. Nú sjáum við sólina rísa

1 Nú sjáum við sólina rísa
og senn mun allt náttmyrkur flýja
því Kristur er kominn í heiminn
með kærleik og vonina nýja.
Lát friðinn þinn fylla' allan heim
og fögnuð þinn sorgirnar hylja,
við biðjum þig: Komdu nú brátt
og breyttu' öllu að þínum vilja.
Við biðjum þig: Komdu nú brátt
og breyttu' öllu af þinni náð.
:,: Hallelúja, hallelúja. :,:

2 Og vonin sú blómgast í brjóstum
að böli og þjáningu linni,
allt fólk kynnist náð þinni' og nálægð
og nægtir þíns kærleika finni.
Lát friðinn þinn ...

3 Við þráum að illsku sé útrýmt
svo ávöxtur kærleikans dafni
og mannkynið velji Guðs vilja
en vonsku og ofbeldi hafni.
Lát friðinn þinn ...

4 Við biðjum um veröld án vopna,
að vinátta' og samheldni ríki
og þjóðirnar tengist í trausti
en togstreita' og hatur burt víki.
Lát friðinn þinn ...

5 Þótt hrikti í vitskertri veröld
er vonin um ríki þitt nærri
því senn muntu koma og sigra,
þá syndin og illskan er fjarri.
Lát friðinn þinn ...

T Silvio Meincke 1982 – Vidar Kristensen 1994 – Ólafur Jóhannsson 2001 – Vb. 2013
Um pouco além do presente / Nå øyner vi lyset av dagen
L Edmundo Reinhardt og João C. Gottinari 1982 – Vb. 2013
Jesus Cristo - esperança do mundo (Um pouco além do presente)
Eldra númer 854
Eldra númer útskýring T+L

Deila sálmi

Ábendingar til sálmabókarnefndar má senda á salmabok@kirkjan.is